Hvað sem er, er hugarfóstur og þróun frá hugmynd að núverandi meistarasmíði sem allir ættu að geta notið.

Skemmtileg saga.

Þett hófst allt sem lítil hugmynd í litlu herbergi, með lítilli yfirbyggingu.

Við erum lítið fyrirtæki sem langar til að bjóða upp á ýmsar vörur sem gætu komið sér vel, verið sniðugar og jafnvel nauðsinlegar. Hvernig við svo gerum þetta er snjallt fyrir viðskiftavini okkar. Við byggjum okkar verslun á því að fá litla en jafnframt nauðsinlega þóknun á hverjum hlut sem við seljum. Okkar verð er lágt vegna lægstu mögulegu yfirbyggingar. Hér er ekki verið að greiða af stóru lagerhúsnæði, eða stórri verslun sem þarf að greiða háa húsaleigu og stórt lán vegna lagers geimlsu, rafmagns, hita o.s.frv. Oft fylgir þessu einnig launagreiðslur vegna yfirlegu starfsfólks, hvort sem sala fer fram eða ekki. Allt þetta fer síðan út í verðlag vörunnar. Við virðum að sjálfsögðu þessa gerð verslunar, hún er nauðsinleg í mörgum tilfellum. Afar þægileg í raun, en kostnaðarsöm.

Stefna

Við teljum það nauðsinlegt að halda verði eins lágu og hægt er, og okkar stefna er að halda allri umgjörð í lágmarki, án þess þó að það komi niður á kröfum viðskiftavina okkar um þjónust og gæði viðskifta okkar. Við erum í raun heildsalar beint til viðskiftavina. Við leitum að vörum og kynnum þær til ykkar og í þeim tilfellum sem þið ákveðið að kaupa vöru, þá er sú vara pökkuð samdægurs og send frá því vöruhúsi sem við á. Þetta er einfallt og afar þægilegt fyrir ykkur sem viðskiftavin. Þið fáið það verð sem er á vörunni frá framleiðanda, en við fáum greidda litla söluþóknun af umræddri vöru. Þannig höldum við í sameiningu niðri verðinu sem annars gæti orðið mun hærra.

Við erum ennþá í okkar litlu yfirbyggingu

Já við erum og ætlum að vera áfram í litlu en þægilegu umhverfi, eins og við ákváðum í upphafi. Þannig virkar þetta best og þannig skal það vera áfram. Okkar aðal markmið eruð þið. Þið sem eruð viðskiftavinir eruð líka okkar eini markhópur. Já það eina sem skiftir okkur máli.

Viðskifti – Business

Góður maður sagði eitt sinn í góðærinu forðum….. ” Business hér og business þar….. ég skil þetta ekki alveg, menn tala um business eins og allir eigi að græða mikið. Eini “Business” sem ég þekki er þegar báðir aðilar eru sáttir.

“Það er góður Business”

Látum þetta vera lokaorð, þetta hefur verið mér leiðarljós frá því ég heyrði þessi orð – mér fannst mikið til þeirra koma.

Fyrri
Title

Hann hefur marga fjöruna sopið.

Seinni
Title

Og víða komið við, hér er hákarlkjaftur í Suður Afríku.

Okkar verðgildi